Innlent

Herjólfur III siglir til Þorlákshafnar

Andri Eysteinsson skrifar
Herjólfur III í höfn í Vestmannaeyjum
Herjólfur III í höfn í Vestmannaeyjum Óskar P. Friðriksson

Ófært er orðið til Landeyjahafnar frá Vestmannaeyjum og verða því breytingar á ferjusiglingum til og frá Eyjum.

Gamla ferjan, Herjólfur III, sigldi því til Þorlákshafnar nú klukkan 15:30 og mun snúa til baka hálf átta í kvöld. Farþegar sem áttu bókað í ferðir frá Landeyjahöfn klukkan 18:15 munu færast sjálfkrafa í ferðina, klukkustund síðar frá Þorlákshöfn.

Á vefsíðu Herjólfs er farþegum sem áttu bókað í aðrar ferðir en til Eyja klukkan 18:15 og frá Eyjum klukkan 14:30, bent á að hafa samband við afgreiðslu til þess að greiða úr flækjunni. Þá segir einnig á vef ferjunnar að útlit sé fyrir að einnig verði siglt til Þorlákshafnar á morgun, mánudaginn 26. ágúst.

Veðurstofan gaf í gærkvöld út gula viðvörun á Suðurlandi og virðast veðurguðirnir hafa staðið við sitt. Fyrsta bræla haustsins staðreynd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.