Fótbolti

Góður dagur hjá Guðjóni og Heimi | Midtjylland á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það er glatt á hjalla hjá Guðjóni þessa dagana,
Það er glatt á hjalla hjá Guðjóni þessa dagana, vísir/valli
Guðjón Þórðarson og Heimir Guðjónsson stýrðu sínum liðum til sigurs í færeysku úrvalsdeildinni í dag.

Strákarnir hans Guðjóns í NSÍ Runavík báru sigurorð af Skála, 1-2. Klæmint Olsen skoraði bæði mörk NSÍ. Hann er markahæstur í deildinni með 23 mörk í 19 leikjum.

NSÍ er á toppi deildarinnar með 45 stig, jafn mörg og B36 Þórshöfn sem leikur núna gegn AB Argi. NSÍ hefur unnið þrjá leiki í röð.

HB Þórshöfn, sem Heimir stýrir, vann 3-1 sigur Víkingi í Götu. Adrian Justinussen skoraði öll mörk HB í leiknum.

Brynjar Hlöðversson var fyrirliði hjá HB sem er í 4. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir NSÍ og B36.

Í dönsku úrvalsdeildinni gegn Midtjylland 0-2 sigur á SønderjyskE í Íslendingaslag.

Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður hjá Midtjylland sem komst á topp deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur unnið sex af fyrstu sjö deildarleikjum sínum og gert eitt jafntefli.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð. SønderjyskE er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×