Enski boltinn

Bruce: Vandræðalegt að hlusta á þessa gagnrýni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. vísir/getty
Steve Bruce, stjóri Newcastle, var brattur eftir sigurinn á Spurs í gær og nýtti tækifærið til þess að skjóta á þá sem hafa verið að gagnrýna hans lið.

Einn af nýju mönnum Newcastle, Joelinton, skoraði eina markið í leiknum og tryggði Newcastle frækinn útisigur.

„Ég er í skýjunum fyrir hönd starfsliðsins og leikmanna sem hafa brugðist rétt við. Það er ekki nóg að tala um hlutina. Það þarf líka að framkvæma,“ sagði Bruce.

„Síðasta vika hefur verið erfið og því er sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið bregðast svona við. Það er afar mikilvægt.“

Margir hafa hoppað til og gagnrýnt liðið síðustu vikur og Bruce hefur ekki verið skemmt yfir þeim lestri.

„Við kunnum ekki að hita upp? Engin taktík? Það er vandræðalegt að hlusta á þessa gagnrýni. Eina leiðin til að svara er eins og liðið gerði núna. Það er allt til staðar hér og nú sjá menn það. Ég er búinn að stýra um 900 leikjum á 20 árum og maður hefði haldið að virðingin fyrir mér væri einhver. Það var samt alltaf vitað að arftaki Rafa myndi fá að finna fyrir því.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×