Fótbolti

Misjafnt hlutskipti Íslendinganna á Norðurlöndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hammarby fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
Hammarby fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/Getty
Aron Jóhannsson var í sigurliði í sænska boltanum á meðan Matthías Vilhjálmsson og félagar í Vålerenga töpuðu fyrir Bodø/Glimt í Noregi.

Aron spilaði allan leikinn fyrir Hammarby er liðið vann 2-0 sigur á Falkenbergs á útivelli. Hammarby í 3. sætinu eftir sigurinn.







Mattías Vilhjálmsson spilaði fyrstu 69 mínúturnar fyrir Vålerenga sem fékk skell gegn Bodø/Glimt, 4-0, á útivelli.

Matthías og félagar eru í 6. sæti deildarinnar en með sigrinum er Bodø komið á toppinn.

Bjarni Mark Antonsson spilaði allan tímann á miðju IK Brage sem vann 3-1 sigur á Nörrby í sænsku B-deildinni.

Brage er í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Milos Milojevic og lærisveinum í Mjållby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×