Lán Íbúðalánasjóðs í boði allsstaðar á landinu á köldu markaðssvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. ágúst 2019 20:30 Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur. Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur.
Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira