Innlent

Lægðin ekkert að flýta sér í burtu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áfram verður blautt en draga á úr vindi.
Áfram verður blautt en draga á úr vindi. Vísir/Vilhelm
Lægðin sem færði landsmönnum veður gærdagsins hefur ekki enn haldið á brott. Víða má búast við einhverri úrkomu, þar af talsverðri rigningu á köflum um landið sunnavert.

Það dregur þó bæði úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Einna hlýjast verður norðaustantil þar sem jafnvel má búast við 17 stiga hita þegar best lætur, en svalast verður á Vestfjörðum þar sem hiti nær varla tveggja stafa tölum.

Þá er rétt að vara við svartaþoku á Hellisheiði, þar er lágskýjað og mikil rigning og segist atvinnubílstjóri sem fréttastofa ræddi við í morgun varla hafa séð á mili stika. Ökumenn ættu því að flýta sér hægt yfir heiðina þennan morguninn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða rigning í flestum landshlutum. Hiti 5 til 13 stig, svalast NV-til. 

Á föstudag:

Norðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en þurrt um landið SV-vert. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast S-lands. 

Á laugardag:

Norðanátt og víða bjartviðri, en dálítil væta um landið norðaustanvert og jafnvel slydda til fjalla. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á SV-landi. 

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir vestlæga átt og víða léttskýjað á landinu, en skýjað með köflum V-ast. Hlýnar heldur í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×