Innlent

Líkur á hellidembum um mest allt land síðdegis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gæti orðið blautt í dag.
Það gæti orðið blautt í dag. Getty/ArtMarie

Í dag stefnir í frekar hægan vind og vætu um mest allt land. Svöl norðaustlæg átt verður á Vestfjörðum og rigning eða súld, en breytileg átt annars staðar og skúrir, einkum síðdegis.

Hiti verður 8 til 14 stig yfir daginn, hlýjast austanlands. Líkur eru á að það komi hellidembur úr skúrunum seinni partinn og á það við um mest allt landið, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Útlit er fyrir svipað veður á morgun, en kólnar í veðri fyrir austan og hlýjast verður um S-vert landið. Einnig bætir heldur í norðaustanáttina um vestanvert landið.

Á föstudag spáir norðlægri átt og rigningu víða um land, en þó þurrt suðvestanlands.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s með morgninum, hvassast NV-til, en bætir heldur í vindinn um landið V-vert á morgun. Víða rigning eða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, mildast NA-lands í dag, en S-til á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning, en stöku skúrir suðvestanvert. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:
Norðan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil væta nyrst á landinu og stöku skúrir við Suðurströndina. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og þurrt og bjart veður, en lítilsháttar rigning norðvestantil. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Á mánudag:
Suðaustan og dálítli rigning syðst á landinu, annars þurrt. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu en þurrt norðanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.