Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 14:13 Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. FBL/ERnir Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira