Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Ákvörðun Johnson um að fresta þingfundum hefur verið mótmælt í London í kvöld. vísir/getty Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent