Innlent

Væta víða um landið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hann gæti haldist þurr í höfuðborginni í dag.
Hann gæti haldist þurr í höfuðborginni í dag. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stýrir veðrinu næstu daga. Því býst Veðurstofan við því að í dag og á morgun verði norðaustanátt ríkjandi og hvassast verði í Breiðafirði og yfir Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar.

Væta í flestum landshlutum, ýmist skúrir eða súld og vægt næturfrost norðantil. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands.

Þá er útlit fyrir hæglætis veður um helgina, en þó einhverja vætu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.