Innlent

Væta víða um landið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hann gæti haldist þurr í höfuðborginni í dag.
Hann gæti haldist þurr í höfuðborginni í dag. Vísir/Vilhelm
Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stýrir veðrinu næstu daga. Því býst Veðurstofan við því að í dag og á morgun verði norðaustanátt ríkjandi og hvassast verði í Breiðafirði og yfir Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar.

Væta í flestum landshlutum, ýmist skúrir eða súld og vægt næturfrost norðantil. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands.

Þá er útlit fyrir hæglætis veður um helgina, en þó einhverja vætu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×