Innlent

Einn lýsti örmögnun, annar lýsti brjóstverk

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr Lækjargötu á laugardaginn.
Úr Lækjargötu á laugardaginn. Vísir/EinarÁrna
Sex leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðinn laugardag. Þátttakendur Reykjavíkurmaraþons voru tæplega fimmtán þúsund talsins en af þeim leituðu fimm karlar og ein kona á bráðamóttökuna með einkenni sem þau tengdu þátttöku sinni í hlaupinu.

Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Vísis.

Þessir einstaklingar sem leituðu á bráðamóttökuna voru á aldrinum 24 ára til 66 ára. Tveir leituðu á bráðamóttökuna vegna áverka á útlimum sem þeir höfðu orðið fyrir eftir að hafa hrasað.

Einn lýsti örmögnun, annar brjóstverk en aðrar komuástæður voru kviðverki og einkenni frá höfði.

Engar komur voru daginn eftir, sunnudaginn 25. ágúst, í tengslum við einkenni sem fólk rakti til þátttöku í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×