Tvö Íslendingalið tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi og félagar eru komnir áfram.
Arnór Ingvi og félagar eru komnir áfram. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson er kominn með félögum sínum í FC Astana í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á öðru Íslendingaliði, Bate Borisov, í umspili um sæti í riðlakeppninni.Rúnar Már spilaði allan leikinn í kvöld er Astana tapaði 2-0 en þeir unnu fyrri leikinn 3-0 og fara því áfram. Willum Þór Willumsson kom inn sem varamaður síðasta stundarfjórðunginn hjá Bate.Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður er Malmö sem vann 1-0 sigur á Bnei Yehuda Tel Aviv í síðari leik liðanna.Malmö vann fyrri leik liðanna 3-0 og er því komið nokkuð þægilega í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þetta tímabilið.Kolbeinn Sigþórsson og félagar eru hins vegar úr leik eftir 1-4 tap gegn Celtic í síðari leik liðanna og samanlagt 6-1. Kolbeinn spilaði í 62 mínútur.Sverrir Ingi Ingason var einnig ónotaður varamaður er PAOK datt óvænt út fyrir Slovan Bratislava þrátt fyrir 3-2 sigur í síðari leik liðanna í Grikklandi í kvöld.Slovan skoraði því tvö mörk á útivelli en samanlagt endaði einvígið 3-3. Þeir fara því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli og PAOK því óvænt úr leik.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.