Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:11 „Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
„Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54