Innlent

Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag. Vísir/Vilhelm
Þingfundi um þriðja orkupakkann lauk á níunda tímanum í kvöld en hann hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Fundurinn var hluti af sérstöku síðsumarþingi sem samið var um í þinglokasamningi í vor.

Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann verður síðan á mánudag. Umræðurnar í dag voru eilítið hófstilltari en þær voru í gær og jafnvel eitthvað um hrós. Þannig sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, að Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, væri þungavigtarmaður í þingliðinu þegar kæmi að lögfræðilegum álitamálum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag.

Af málflutningi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins að dæma má gera ráð fyrir því að þeir muni greiða atkvæði gegn innleiðingunni á mánudag. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur þá áður greint frá því að hann muni ekki samþykkja málið. Óvíst er hver afstaða Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins er til málsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.