Innlent

Orkan okkar fundaði með forseta Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
Fulltrúar Orkunnar okkar ásamt Guðna Th. Jóhannessyni.
Fulltrúar Orkunnar okkar ásamt Guðna Th. Jóhannessyni. Orkan okkar
Fulltrúar Orkunnar okkar funduðu með forseta Íslands nú í morgun um þriðja orkupakkann. Á fundinum var forsetanum afhent áskorun þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn nema sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu eða þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans.

Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ásamt nýlegri gögnum um málið. Um er að ræða skýrslu samtakanna um áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB og minnisblöð Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, og Tómasar Jónssonar, hrl.

Í bréfinu til forsetans eru helstu þættir málsins raktir í stuttu málið og minnt á hugsanlegar afleiðingar verði innleiðing orkupakkans samþykkt.

„Úr því sem komið er, sjá samtökin Orkan okkar því ekki önnur úrræði í stöðunni en að skora á forseta Íslands að bíða með að staðfesta þriðja orkupakkann inn í EES-samninginn þar til Ísland hefur fengið undanþágu frá innleiðingu hans eða þjóðin hefur í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á þær skuldbindingar sem í orkupakkanum felast.“ segir í lok bréfsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.