Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Íslenska kokkalandsliðið hefur átt góðu gengi að fagna. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira