Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:30 Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag í fyrra í kjölfar íbúakosninga. fréttablaðið/stefán Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira