Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar fjöllum við um fund Sjálfstæðismanna í Valhöll í dag. Ólga er innan flokksins vegna innleiðingar þriðja orkupakkans sem kom greinilega fram á fundinum. Bjarni Benediktsson formaður kynnti áherslur og mál flokksforystunnar en þetta var fyrsti fundur af fimmtán sem þingflokkurinn verður með á landsvísu í vikunni.

Við segjum einnig frá skotárásinni sem var gerð í mosku í Osló í Noregi í dag. Við verðum á tónleikasvæðinu í Laugardal þar sem tónlistarmaðurinn Ed Sheeran stígur á svið ásamt Zöru Larsson, James Bay og íslensku tónlistarkonunni Glowie. Stemmningin er mikil og flykkist fólk á svæðið.

Segjum einnig frá friðlýsingu umhverfisráðherra á vatnasviði Jökulsár á fjöllum. Friðlýsingin var undirrituð nú síðdegis og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Ráðherrann segir að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst fyrir frekari orkunýtingu.

Kvöldfréttir verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×