Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um leitina í og við Þingvallavatn. Leitin var blásin af nú síðdegis. Sérsveit ríkislögreglustjóra er á leið á svæðið til að kanna aðstæður til köfunar.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Gunnar Braga Sveinsson varaformann Miðflokksins sem segir að hann hafi vissulega undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög hér á landi í ráðherratíð sinni eins og honum bar að gera.

Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Nýjar upplýsingar hafi komið fram síðustu ár um að Evrópusambandið fái sífellt meiri völd yfir ráðstöfun orkuauðlindanna verði innleiðingin samþykkt. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 

Þá verður rætt við hafnarstjóra Faxaflóahafna sem segir að efla þurfi eftirlit með því hvort farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Meira opinbert fé þurfi svo hægt verði að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum við íslenskar hafnir og sjá þannig skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis.

Í fréttatímanum verður svo rætt við aðdáendur tónlistarmannsins Ed Sheeran sem sáu tónleikana í gær. Allir voru þeir himinlifandi með frammistöðu söngvarans í gær en hann stígur aftur á svið á Laugardalsvelli klukkan 21:00 í kvöld.

Kvöldfréttir verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×