Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 14:30 Förin umtöluðu sem Tómas gerir að umfjöllunarefni sínu. Tómas Guðbjartsson Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira