Fótbolti

Kolbeinn sagður á leið til Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn reynir skot að marki ÍBV í leik með Fylki fyrr í sumar.
Kolbeinn reynir skot að marki ÍBV í leik með Fylki fyrr í sumar. vísir/daníel

Kolbeinn Finnsson er á leið til Borussia Dortmund. Frá þessu er greint á 433.is.

Þar segir að Dortmund kaupi Kolbein frá enska B-deildarfélaginu Brentford og hann skrifi undir þriggja ára samning við þýska félagið.

Kolbeinn var lánaður til Fylkis í sumar. Hann lék 13 leiki með Árbæingum í Pepsi Max-deildinni og skoraði tvö mörk.

Kolbeinn, sem verður tvítugur síðar í þessum mánuði, gekk í raðir Groningen 2016. Hann lék með unglinga- og varaliðum félagsins.

Hann fór til Brentford sumarið 2018. Á síðasta tímabili lék hann yfir 40 leiki með varaliði félagsins.

Kolbeinn hefur leikið tvo A-landsleiki auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.