Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Tónleikastaðnum Húrra var lokað nýlega og þar verður bráðlega opnaður sportbar. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni staði. Fréttablaðið/Sigtryggur Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira