Erlent

Vél ráðherra bilaði í Keflavík

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands.
Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands. Nordicphotos/Getty.
Airbus-flugvél þýska utanríkisráðherrans, Heiko Maas, bilaði tvisvar sinnum á leiðinni frá Þýskalandi til New York, í seinna skiptið á Keflavíkurflugvelli. Tafðist för hans á fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tvo tíma.

Í nóvember á síðasta ári bilaði vél Angelu Merkel á leið til Argentínu á fund G20. Þurftu flugmenn að fljúga blindflug og lenda neyðarlendingu.

Vegna þessa hafa menn spurt sig um áreiðanleika véla þýska flughersins. Þýska blaðið Rheinische Post hefur ýjað að því að um skemmdarverk eða netárásir sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×