Innlent

Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokks.
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokks. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Mín skoðun er sú að það eigi að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Mér finnst það bratt að fara í 1.000 íbúa sem lágmark. Heldur ætti frekar að taka mið af vilja íbúanna og aðstæðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins.

Nái þingsályktunartillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fram að ganga munu sveitarfélög undir 1.000 íbúum verða þvinguð til sameiningar árið 2026, hafi þau ekki gert það fyrir þann tíma. Munu íbúar þá ekki fá að kjósa um sameiningu eins og margoft hefur verið gert á undanförnum áratugum.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegar lýst yfir efasemdum um áætlanirnar. Karl Gauti segir að Miðflokkurinn sem heild hafi enn ekki tekið afstöðu í málinu en þetta sé hans persónulega skoðun.

„Heilbrigði skynsemi segir mér að það þurfi að skoða hverja og eina sameiningu frekar en að búa til einhvern ramma sem felur í sér lágmarksíbúafjölda“ segir Karl og þykir honum tímaramminn einnig mjög naumur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.