Fótbolti

Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Messi á sínum tíma.
Ronaldo og Messi á sínum tíma. vísir/getty

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, segir að munurinn á sér og Lionel Messi, leikmanns Barcelona, sé að Ronaldo sé búinn að vinna Meistaradeildina með mismunandi félögum.

Hinn 34 ára gamli Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina með tveimur félögum; einn með Manchester United árið 2008 og fjóra titla á fimm árum með Real Madrid á árinu 2014 til 2018.

„Mununurinn á mér og Messi er að ég hef spilað fyrir mismunandi félög og unnið Chelsea með mismunandi félögum,“ sagði framherjinn í samtali við DAZN en hann er hluti af þáttaröðinni „Making Of“ þáttunum.

„Ég var markahæstur í Meistaradeildinni sex ár í röð. Það eru ekki margir leikmenn sem vinna fimm Meistaradeildartitla, svo það er þess vegna að ég get sett mitt mark á þessa keppni.“

Portúgalinn hrósaði þá Argentínumanninum mikið í viðtalinu.

„Messi er frábær leikmaður sem verður ekki bara minnst vegna Ballon d'Or heldur einnig því hann hefur bætt sig á hverju einasta ári,“ sagði Portúgalinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.