Fótbolti

Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Messi á sínum tíma.
Ronaldo og Messi á sínum tíma. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, segir að munurinn á sér og Lionel Messi, leikmanns Barcelona, sé að Ronaldo sé búinn að vinna Meistaradeildina með mismunandi félögum.

Hinn 34 ára gamli Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina með tveimur félögum; einn með Manchester United árið 2008 og fjóra titla á fimm árum með Real Madrid á árinu 2014 til 2018.

„Mununurinn á mér og Messi er að ég hef spilað fyrir mismunandi félög og unnið Chelsea með mismunandi félögum,“ sagði framherjinn í samtali við DAZN en hann er hluti af þáttaröðinni „Making Of“ þáttunum.







„Ég var markahæstur í Meistaradeildinni sex ár í röð. Það eru ekki margir leikmenn sem vinna fimm Meistaradeildartitla, svo það er þess vegna að ég get sett mitt mark á þessa keppni.“

Portúgalinn hrósaði þá Argentínumanninum mikið í viðtalinu.

„Messi er frábær leikmaður sem verður ekki bara minnst vegna Ballon d'Or heldur einnig því hann hefur bætt sig á hverju einasta ári,“ sagði Portúgalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×