Innlent

Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni

Birgir Olgeirsson skrifar
Kafarar Landhelgisgæslunnar fyrir brottför í dag.
Kafarar Landhelgisgæslunnar fyrir brottför í dag. Mynd/Landhelgisgæslan

Áfram verður leitað að belgíska ferðamanninum í Þingvallavatni í dag. Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélaginu Landsbjörg munu vera við leit í vatninu í dag. Eingöngu verður leitað með köfurum.

Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar taka þátt í leitinni.

Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag.

Munu leitarmenn einbeita sér að suðurenda Þingvallavatns, þar sem Villingavatn er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.