Innlent

Af Arnarhóli til Kúala Lúmpúr

Hörður Ægisson skrifar
Már Guðmundsson fráfarandi Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson fráfarandi Seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem lætur af embætti í næstu viku eftir að hafa stýrt Seðlabanka Íslands í tíu ár, er að ganga frá samningum um tímabundið starf í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, fyrir samtök seðlabanka Suð-Austur Asíu (SEACEN).

Í Malasíu mun Már veita seðlabönkunum einkum ráðgjöf við stefnumótun í tengslum við innflæðishöft, eða svokallað fjárstreymistæki, meðal annars í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Már greindi frá þessu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í kveðjuhófi í Seðlabankanum í fyrradag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.