Fótbolti

Síðast þegar Bayern vann ekki opnunarleikinn varð Dortmund meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robert Lewandowski í leiknum í gær.
Robert Lewandowski í leiknum í gær. vísir/getty

Bayern Munchen gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í opnunarleik þýsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi en leikurinn var bráðskemmtilegur.

Bayern komst yfir með marki Robert Lewandowski en tvö mörk á þriggja mínútna kafla kom Herthu yfir. Pólverjinn Lewandowski jafnaði í síðari hálfleik og lokatölur 2-2.

Þýsku meistararnir eru þekktir fyrir að vinna flesti leiki sem þeir spila í þýsku úrvalsdeildinni og hvað þá á heimavelli.

Þeir höfðu ekki tapað eða gert jafntefli í opnunarleik sínum í deildinni síðan tímabilið 2011/2012 en það ár var einmitt síðasta leiktíðin sem Bæjarar misstu af titlinum.

Dortmund vann þá titilinn og það er spurning hvort að það endurtaki sig í ár en Dortmund mætir Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.