Búist við fjölmenni í miðbænum vegna Gleðigöngunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 12:10 Frá Gleðigöngu síðasta árs. Vísir/Friðrik Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira