Fótbolti

Viðar og félagar upp í 5. sætið eftir fyrsta sigurinn í þremur leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar hefur leikið fimm leiki með Rubin Kazan.
Viðar hefur leikið fimm leiki með Rubin Kazan. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Rubin Kazan sem vann 1-0 sigur á Arsenal Tula í fyrsta leik dagsins í rússnesku úrvalsdeildinni.

Með sigrinum komst Rubin Kazan upp í 5. sæti deildarinnar. Fyrir leikinn í dag var Rubin Kazan búið að tapa tveimur leikjum í röð.

Evgeni Markov skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu, þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Viðar hefur leikið fimm leiki með Rubin Kazan og skorað eitt mark.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem tapaði, 0-3, fyrir Braunschweig í þýsku C-deildinni.

Kaiserslautern er í 13. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.