Fótbolti

Sara Björk og stöllur hennar hófu titilvörnina með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg.
Sara var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem vann 1-0 sigur á Sand í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Wolfsburg hefur orðið þýskur meistari undanfarin þrjú ár og titilvörnin byrjar vel.

Danska landsliðskonan Pernille Harder skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu.

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen og lék fyrstu 50 mínúturnar í 3-1 tapi fyrir Essen.

Sandra María gekk í raðir Leverkusen um mitt síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.