Fótbolti

Guðmundur og félagar nálgast Evrópusæti eftir þriðja sigurinn í síðustu fjórum leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur er á sínu þriðja tímabili hjá Norrköping.
Guðmundur er á sínu þriðja tímabili hjá Norrköping. vísir/getty

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 0-2 sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var þriðji sigur Norrköping í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir AIK sem tapaði fyrir Kalmar á heimavelli, 1-2. Þetta var fyrsta tap meistaranna í deildinni síðan 25. júní.

AIK er í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi á eftir toppliði Djurgården sem á leik til góða á Kolbein og félaga.

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði fyrir Göteborg, 2-0, í sænsku kvennadeildinni.

Þetta var fyrsta tap Kristianstad í fimm leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad. Svava Rós Guðmundsdóttir var einnig í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 63. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristanstad.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.