Fótbolti

Stórsigrar hjá íslensku þjálfurunum í Færeyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið.
Strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið. vísir/daníel rúnarsson

NSÍ Runavík, sem Guðjón Þórðarson stýrir, komst aftur á topp færeysku úrvalsdeildarinnar með 1-5 útisigri á AB Argir í dag.

B36 Þórshöfn komst um stundarsakir á toppinn í gær en strákarnir hans Guðjóns endurheimtu toppsætið í dag. Þeir eru með eins stigs forskot á B36.

Heimir Guðjónsson stýrði HB Þórshöfn til sigurs á ÍF Fuglafirði, 6-0, á heimavelli.

Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB sem er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum á eftir NSÍ.

Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur HB unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og gert tvö jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.