Fótbolti

Anna Rakel spilaði allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anna Rakel Pétursdóttir.
Anna Rakel Pétursdóttir. vísir/bára

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Linköping þegar liðið fékk Vittsjö í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sænska landsliðskonan Lina Hurtig kom Linköping yfir snemma leiks og staðan 1-0 allt þar til á 75.mínútu þegar Tove Almquist jafnaði fyrir gestina.

Anna Rakel og stöllur hennar voru ekki lengi að ná forystunni aftur því norska landsliðskonan Frida Leonhardsen kom Linköping í 2-1 á 83.mínútu og urðu það lokatölur leiksins.

Linköping er í 5.sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki en þetta er fyrsta tímabil Önnu Rakelar í atvinnumennsku. Hún lék með Þór/KA hér á landi áður en hún gekk í raðir Linköping síðasta haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.