Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði tvö í stórsigri Malmö

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi með tvennu í dag.
Arnór Ingvi með tvennu í dag. vísir/getty
Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór mikinn í liði Malmö í dag þegar liðið fékk Falkenbergs í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.Romain Gall kom Malmö yfir snemma leiks og eftir hálftíma leik tvöfaldaði Markus Rosenberg forystuna eftir undirbúning Arnórs Ingva. Staðan í leikhléi 2-0.Arnór Ingvi batt svo endahnútinn á sókn Malmö á 54.mínútu. Aðeins þrjár mínútur liðu uns Arnór skoraði annað mark sitt og fjórða mark Malmö.Guillermo Molins kom Malmö svo í 5-0 á 66.mínútu og reyndust það lokatölur.Malmö er í 2.sæti deildarinnar en hefur jafnmörg stig og topplið Djurgarden þegar tíu umferðir eru eftir af mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.