Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði tvö í stórsigri Malmö

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi með tvennu í dag.
Arnór Ingvi með tvennu í dag. vísir/getty

Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór mikinn í liði Malmö í dag þegar liðið fékk Falkenbergs í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Romain Gall kom Malmö yfir snemma leiks og eftir hálftíma leik tvöfaldaði Markus Rosenberg forystuna eftir undirbúning Arnórs Ingva. Staðan í leikhléi 2-0.

Arnór Ingvi batt svo endahnútinn á sókn Malmö á 54.mínútu. Aðeins þrjár mínútur liðu uns Arnór skoraði annað mark sitt og fjórða mark Malmö.

Guillermo Molins kom Malmö svo í 5-0 á 66.mínútu og reyndust það lokatölur.

Malmö er í 2.sæti deildarinnar en hefur jafnmörg stig og topplið Djurgarden þegar tíu umferðir eru eftir af mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.