Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ritstjórn skrifar

Afhjúpun minnisvarða um jökulinn Ok í dag hefur vakið heimsathygli. Umhverfisráðherra segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða hér á landi, en meira þurfi til. Ítarlega verður fjallað um viðburðinn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig rætt við Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og íslenska jöklasérfræðinga um framtíð jökla á heimsvísu með tilliti til loftslagsbreytinga.

Við ræðum einnig við íslenska konu sem greind er með sjaldgæfan sjúkdóm og hvítblæði og leitar nú að beinmergsgjafa. Leitin hefur enn sem komið er ekki borið árangur. Aðeins ellefu Íslendingar hafa gefið stofnfrumur þótt fleiri séu skráðir gjafar.

Við segjum einnig fréttir frá mótmælunum í Hong Kong og ræðum við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um væntanlega heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.