Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Ari Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlgaríu og er vön sambúð með Rómafólki. F réttablaðið/Sigtryggur Ari „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira