Innlent

Stafræn biðskýli að spretta upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta skýli er við Kinglumýrarbraut.
Þetta skýli er við Kinglumýrarbraut. Mynd/Aðsend

Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dengsa ehf sem rekur hin nýju skýli eftir að samningar náðust í fyrra um rekstur biðskýla borgarinnar til næstu 15 ára. Alls verða sett upp 210 stafræn skýli sem búin eru LED-skjám þar sem meðal annars má setja upp stafrænar auglýsingar.

Um eitt ár mun taka að klára að setja upp öll skýlin. Mynd/Aðsend

Nýju skýlin eru hönnuð eftir stöðlum um aðgengi fyrir alla eftir kröfum Reykjavíkurborgar og þá hefur verið samþykkt ný reglugerð um hvernig stýra eigi ljósmagni á LED skjáum skýlanna þannig að þeir séu ekki of bjartir að kvöldi til, að því er segir í tilkynningunni.

„Þetta er umfangsmikið verkefni þar sem leggja þarf rafmagn í öll skýlin til að koma skjáunum í notkun en við trúum því að þau muni bæta þjónustu við farþega Strætó verulega á þeim stöðum þar sem rauntímaupplýsingar verða í boði og þannig gera Reykjavík að enn nútímalegri borg,“ segir Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard sem er eigandi Dengsa ehf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.