Fótbolti

Fyrsti sigur Jóns Dags og félaga | Hörður lék í tapi CSKA í Moskvuslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur hefur leikið vel með AGF á tímabilinu.
Jón Dagur hefur leikið vel með AGF á tímabilinu. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF unnu sinn fyrsta sigur í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar þeir lögðu Horsens að velli, 2-0, í kvöld.



Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu 80 mínúturnar. Árósaliðið er í 12. sæti deildarinnar með fimm stig eftir sex umferðir.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu sem tapaði fyrir Spartak Moskvu, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Þetta var annað tap CSKA Moskvu á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex umferðir.

Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn fyrir Brage sem gerði markalaust jafntefli við Varbergs í sænsku B-deildinni. Brage er í 4. sæti með 37 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Mjällby. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir Mjällby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×