Fótbolti

Fyrsti sigur Jóns Dags og félaga | Hörður lék í tapi CSKA í Moskvuslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur hefur leikið vel með AGF á tímabilinu.
Jón Dagur hefur leikið vel með AGF á tímabilinu. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF unnu sinn fyrsta sigur í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar þeir lögðu Horsens að velli, 2-0, í kvöld.


Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu 80 mínúturnar. Árósaliðið er í 12. sæti deildarinnar með fimm stig eftir sex umferðir.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu sem tapaði fyrir Spartak Moskvu, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Þetta var annað tap CSKA Moskvu á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex umferðir.

Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn fyrir Brage sem gerði markalaust jafntefli við Varbergs í sænsku B-deildinni. Brage er í 4. sæti með 37 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Mjällby. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir Mjällby.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.