Innlent

Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. VÍSIR/VILHELM

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að í samræðum þingmannanna á Klausturbarnum hafi komið í ljós hvaða hug þeir bera til kvenna.

„Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ segir Lilja.

Ekki sannfærður um að það sé ósiðlegt að kalla menntamálaráðherra „tík“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andmælabréfi sínu til forsætisnefndar Alþingis að hingað til hafi ekki þótt ósiðlegt að hafa orðið „tík“ um annað fólk en hann gengst þó við að það sé skammaryrði.

„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“

Gunnar Bragi Sveinsson hafnar því að hafa brotið siðareglur.

Þetta sagði Gunnar Bragi á Klausturbar í lok nóvember en hann taldi sig, að því er séð verður, eiga eitthvað sökótt við Lilju Alfreðsdóttur mennta-og menningarmálaráðherra.

Niðurstaða siðanefndar er að þingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn.
 

Spyr hvort niðurstaðan væri sú sama ef karlmaður ætti í hlut

Í andmælabréfi sínu veltir Gunnar Bragi því fyrir sér hvort minnihluti siðanefndar hefði komist að sömu niðurstöðu ef karlmaður hefði átt í hlut.

„Ef orðin hundur, asni, drullusokkur, gunga og drusla, skítlegt eðli eða eitthvað þaðan af verra hefði verið notað í staðinn fyrir orðið „tík“. Hann sagði enska orðið yfir „tík“ væri m.a. notað yfir „óforskammaða“ manneskju og að orðið væri „al íslenskt“.

Gunnar Bragi sagði að orðin sem hann hefði haft í frammi um Lilju ættu sér rætur í vonbrigðum og reiði vergna persónulegs máls.

Hann hafnar því að hafa brotið siðareglur Alþingis og „aðdróttunum“ um viðhorf hans til kvenna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.