Innlent

Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Bragi lagði mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í tíð sinni sem utanríkisráðherra
Gunnar Bragi lagði mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í tíð sinni sem utanríkisráðherra
Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop verkfærakistunnar og HeForShe hreyfingu UN Women með þeim ummælum sem náðust á upptöku á Klaustur bar þann 20. Nóvember.

HeForShe hreyfingunni sé ekki síst ætla að upprta niðrandi tal um konur.

Landsnefndin fordæmir þá kvenfyrirlitningu sem Gunnar Bragi og fimm aðrir þingmenn viðhöfðu á Klaustur.

„Þau ummæli sem vitnað hefur verið til eru algjörlega óásættanleg og staðfesta hve mikið verk er enn óunnið í baráttunni fyrir kynjajafnrétti á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu frá landsnefndinni.

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi harmi slegið og sérstaklega vonsvikið vegna ummæla Gunnars Braga.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér

Þingflokksformaður Miðflokksins sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.