Innlent

Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vísir/Vilhelm

Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Reykjanesi og í Hafnarfirði voru kallaðir út um klukkan tíu í kvöld vegna hvalavöðu sem væri í vandræðum við Útskálakirkju í Garði á Reykjanesi.

Talið er að í vöðunni séu um fimmtíu hvalir sem eru komnir ansi nærri fjöru. Talið er að einhverjir séu jafnvel strandaðir. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn væru á leið á vettvang og að umfangið væri ekki vitað með vissu. Bátar frá björgunarsveitum í Hafnarfirði og á Reykjanesi eru á leið á vettvang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.