Innlent

Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vísir/Vilhelm
Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Reykjanesi og í Hafnarfirði voru kallaðir út um klukkan tíu í kvöld vegna hvalavöðu sem væri í vandræðum við Útskálakirkju í Garði á Reykjanesi.

Talið er að í vöðunni séu um fimmtíu hvalir sem eru komnir ansi nærri fjöru. Talið er að einhverjir séu jafnvel strandaðir. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn væru á leið á vettvang og að umfangið væri ekki vitað með vissu. Bátar frá björgunarsveitum í Hafnarfirði og á Reykjanesi eru á leið á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×