Sex gistu í fangaklefa í Eyjum í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 14:09 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira