Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:11 Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, sem starfar í ferðaþjónustu, lét í ljós þakklæti sitt eftir að björgunarsveitir á Vestfjörðum komu honum og vinafólki hans til hjálpar á Hornströndum laust eftir miðnætti. Landhelgisgæslan Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt. Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt.
Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50
Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21