Erlent

Drykkjarsalur Sigurðar jarls talinn fundinn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Orkneyjar.
Orkneyjar. Nordicphotos/Getty

Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið drykkjarsal Orkneyja­jarlsins Sigurðar digra. Frá Sigurði og öðrum jörlum eyjanna er sagt í Orkneyingasögu sem varðveitt er í Flateyjarbók.

Grunnurinn að salnum fannst á Skaill Farmstead í Westness á eyjunni Rousay. Um Vestnes er einmitt fjallað í Orkneyingasögu, þar bjuggu Sigurður á Vestnesi og fleiri jarlar. Örnefnið Skaill gefur til kynna að þarna hafi verið drykkjarsalur norrænna höfðingja og því hefur teymi fornleifafræðinga leitað á svæðinu í þó nokkur ár.

Dan Lee, hjá Hálandaháskólanum í Skotlandi sem stýrir uppgreftrinum, segir að þetta sé spennandi fundur. „Kannski sat Sigurður jarl sjálfur hér á steinbekkjum og kneyfaði krús af öli,“ segir hann við dagblaðið The Scotsman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.