Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2019 14:47 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira