Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Katrín Jakobsdóttir segir fyrirhugaðar fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti en Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórnarráðherra, undrast seinagang starfshóps Katrínar um jarðarkaup auðmanna í Fréttablaðinu í dag. Rætt verður við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig er tekin staðan á innanlandsfluginu á Íslandi en Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex í fjórar. Fjallað verður um ný bílalán með helmingi minni vöxtum en almennt gengur og gerist og rætt við samkynja hjón sem segja að lög mismuni eftir kyni þegar komi að barneignum en þær eiga von á barni sem getið er með tæknifrjóvgun sem getur ekki átt tvær mæður samkvæmt lögum.

Í fréttatímanum fáum við einnig að vita í beinni útsendingu hver regnbogagata ársins verður á Hinsegin dögum. Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×