Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2019 13:36 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara. Vísir/Sigurjón Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55