Erfiðasti kaflinn að baki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Matt Jones og Steve Brooks við komuna á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira