Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2019 18:30 Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira